Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Styrkleikakort er eitt af þeim verkfærum sem notuð eru á námskeiðinu.

Ertu komin/n yfir fimmtugt- eða rétt að verða? Er ástæða til að staldra við og skoða hvaða möguleika framtíðin ber í skauti sér? Námskeiðinu er ætlað að styðja þá sem finna hjá sér þörf eða löngun til að vega og meta styrkleika sína og langanir, með það fyrir augum að þátttakendur skoði markmið sín og íhugi næstu skref.

Námskeiðið er í 6 lotum og eru tvær teknar fyrir í hverjum tíma:

  1. Velferð og hamingja
  2. Hvar er ég núna – Af hverju er ég hér?
  3. Styrkleikar og hæfni
  4. Draumar og ástríða
  5. Að taka breytingum fagnandi
  6. Áfram veginn

Segja má að námskeiðið sé ferðalag þar sem þátttakendur fara í sjálfskoðun og gera áætlun um næstu skref í lífinu, annað hvort stór eða smá. Tvær lotur eru í hvert sinn og því nauðsynlegt að þátttakendur mæti í alla tímana.

Dagsetning: Fimmtudaga 5., 12. og 19 mars

Kl. 17:00-20:00

Lengd: 9 klst.

Staður: Framvegis, Skeifan 11b, 3ja hæð

Leiðbeinandi: Helga Tryggva, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning