Flokkur: Gott að vita

Að verða pabbi er ótrúleg lífsreynsla. Á augabragði breytist allt og lífið verður aldrei samt.

Á þessu námskeiði er leitast við að gefa nýjum feðrum innsýn í föðurhlutverkið og útskýra hvernig hugmyndfræði jákvæðrar sálfræði getur hjálpað þeim að takast á við sitt nýja hlutverk. Hér er ekki um að ræða kennslu í bleyjuskiptum heldur er markmiðið frekar að skoða stóru myndina; t.a.m. tengsl við barnið og jákvætt uppeldi, hvernig hugmyndafræðin um jákvæð sambönd getur styrkt parasambandið og hvernig þessi risastóra lífsbreyting hefur áhrif á föðurinn, með áherslu á gróskuhugarfar og jákvæða líkamlega- og andlega heilsu. Þó námskeiðið sé aðallega hugsað fyrir nýbakaða feður eru allir feður velkomnir!

Dagsetning: Mánudagur 7. nóvember

Kl. 19:00-21:30

Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3ja hæð

Leiðbeinandi: Tryggvi Þór Kristjánsson lauk nýverið diplómu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Hann er kvæntur faðir tveggja barna á leikskólaaldri.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð