Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig nýrnasjúkdómar lýsa sér, tengsl þeirra við aðra sjúkdóma svo sem sykursýki og háþrýsting, meðferð við bráðum nýrnaskaða og langvinnum nýrnasjúkdómi. Komið er inn á næringu og aðra lífstílsþætti, ígræðslu og skilunarmeðferð, líknandi meðferð og margt fleira. Kennt er út frá sjúklingatilfellum og gert ráð fyrir virkri umræðu þátttakenda.

Leiðbeinandi: Sunna Snædal, sérfræðilæknir í lyf- og nýrnalækningum
Námsmat:      100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Tími:              13. október
Kl:                  17:00 til 22:00
Lengd:           5 klst. (6 punktar)
Verð:              17.500 kr. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Staðnám 13.10.2022 13. október 17:00 til 22:00 Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð Skráning