Flokkur: Gott að vita

Í hverju gleymdir þú þér sem barn? Hvað veitir þér ánægju í dag? ,,Dellur“ hafa stundum fengið neikvætt hlaðna merkingu í daglegu tali en í ,,dellum“ felast heilmikil lífsgæði. Á þessu námskeiði verður fjallað um nærandi athafnir og hvernig þær hafa jákvæð áhrif á heilsu, vellíðan, endurheimt og streitulosun. Hvað eru nærandi athafnir fyrir þér? Nærandi athafnir geta falist í einhverju sem hefur fylgt okkur í gegnum lífið en þær geta líka birst í nýrri iðju og nýjum áhugamálum. Hvar gleymir þú þér í flæði?

Fjallað verður um styrkleika, flæðiskenningu Mihaly Csikszentmihalyi (flow theory), tengsl og fleiri áhrifamikla grunnþætti lífsgæða. 

Dagsetning:  Þriðjudagur 15. nóvember

Kl. 20:00 – 21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20. 3. hæð  og vefviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinendur: Eigendur fræðslufyrirtækisins Saga Story House:

  • Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, yogakennararéttindi
  • Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, BA.-uppeldis- og menntunarfræðum, yogakennararéttindi

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
Fjarnámskeið 15.11.2022 Þriðjudagur 20:00-21:30 Framvegis, Borgartún 20
Staðnámskeið 15.11.2022 Þriðjudagur 20:00-21:30 Framvegis, Borgartún 20