Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á þessu námskeiði gefst þátttakendum færi á að fræðast um rannsóknir varðandi líðan starfsfólks í heilbrigðisstörfum og velta fyrir sér tengslum á milli velferðar starfsfólks, öryggis og gæða í þjónustu. Skoðaðar verða leiðir sem geta hjálpað þátttakendum að viðhalda eigin góðri líðan - t.d. einstaklingsígrundun og jafningjastuðning - og einnig hvernig má vinna með erfiða reynslu úr starfi. Hluti af námskeiðinu er í formi samtals og þátttakendur fá þannig tækifæri til að deila og læra af reynslu annarra í því skyn að hugsa um og velta fyrir sér því sem þeim gagnast best til að gæta vel að eigin líðan.

Leiðbeinandi:   Hulda Dóra Styrmisdóttir, starfar við starfsmannastuðning á Landspítala.
Tími:                  17. mars
Kl:                       17:00 - 22:00
Lengd:                6 stundir/punktar
Verð:                  16.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 17.03.2021 17. mars 17:00-22:00 Skeifan 11b Skráning