Lengri námsleiðir Framvegis eru ætlaðar fólki sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla, en það er markhópur í framhaldsfræðslunnar. Námsleiðirnar eru vottaðar af Menntamálastofnun og í flestum tilfellum er heimild til að meta námið til eininga í framhaldsskóla. Nám hjá okkur getur því verið góð leið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í frekara nám, styrkja stöðu sína á vinnumarkaði eða efla sig persónulega.
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsfólk því að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvern viðburð er oftast 12 en það er þó mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.
Skráning á viðburði á haustönn 2023 er hafin.
Athugið að viðburðir í Gott að vita eru einungis fyrir félagsfólk Sameykis.
Um árabil hefur Framvegis átt gott samstarf við Sjúkraliðafélag Íslands um símenntun sjúkraliða.
Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs við gerð og hönnun nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin. Sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en mörg þeirra eru einnig fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum um allt land að sækja símenntun.
Við hvertjum því þátttakendur sem eru á stórhöfuðborgarsvæðinu og nýta sér staðkennslu svo þeir sem ekki eiga heimangengt geti verið í fjarnámi.
Opnað verið fyrir skráningu á sjúkraliðanámskeið haustannar föstudaginn 11. ágúst kl. 10.00.