Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

VeganMatreiðslu og fræðslunámskeið þar sem fjallað er um hvað er gott að gera og hvað þarf að varast þegar breytt er yfir í vegan lífsstíl. Lögð er áhersla á fræðslu um næringarinnihald og öll litlu ráðin sem gott er að kunna í vegan matargerð. Horft er til þess að maturinn sé góður fyrir þig og umhverfið og ekki síður budduna. Nemendur elda nokkra rétti sem hópurinn borðar saman. Gott að taka með sér svuntu, inniskó og dalla undir afganga til að gefa svöngu heimilisfólki þegar heim er komið.

Dagsetning:. Þriðjudagur 29. október

Kl. 17.30-22.00

Lengd: 4 klst.

Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir er margreyndur matreiðslumeistari og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð grænmetisrétta. Hún er eigandi Culina veitinga, fyrrum eigandi veitingastaðarins "Á næstu grösum".

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning