Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Að auka þekkingu sjúkraliða á verkjum, áhrifum verkja á einstaklinginn og samfélagið og hvernig verkir eru metnir og meðhöndlaðir. Þátttakendur munu öðlast hæfni í að meta verki.

Lýsing: Fjallað verður um lífeðlisfræði verkja, orsakaþætti, flokkun og áhrif verkja á einstaklinginn og umhverfi hans. Lögð verður áhersla á að fjalla um mat á verkjum og munu þátttakendur vinna verkefni þar að lútandi. Auk þess verður fjallað um meðferð verkja og aukaverkanir meðferðar. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda í gegnum umræður, hópvinnu og með gagnvirkum spurningum þar sem m.a. er notast við snjallsíma (spjaldtölvu eða hefðbundna tölvu).     

Verð: 24.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð