Flokkur: Stök námskeið

 

Farið verður í grunnatriði tjáskiptaforritsins Communicator 5 og tengt efni. Námskeiðið er ætlað byrjendum, fagfólki og aðstandendum sem vinna með tjáskiptaforritið. Námskeiðið er samtals fjórar klukkustundir. Í fyrri hluta tímans er hefðbundin kennsla sem er fylgt eftir með verklegum æfingum í seinni hlutanum. Gert er ráð fyrir góðri samantekt og umræðum í lokin. 

Helstu áhersluatriði á námskeiðinu eru: 

  • Grunnatriði í Communicator 5 ásamt helstu stillingum
  • Sono Primo / Sono Flex kynnt til sögunnar
  • Setja upp tjáskiptaborð frá grunni
  • Vinna með valmynda- og tjáskiptaborð og varðveislu þeirra
  • Gagnabanki Communicator 5
  • Gagnsemi samfélagsmiðla
  • Hagnýtar aðferðir í tjáskiptum

Leiðbeinendur:

  • Hanna Rún Eiríksdóttir kennari og ráðgjafi í Klettaskóla
  • Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og viðskiptastjóri fyrir velferðartækni hjá Öryggismiðstöð Íslands.

Mikilvægar upplýsingar:

Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvur og vera búnir að setja upp Communicator 5 uk útgáfu sem er 1,9 gb að stærð. Ítarlegri leiðbeiningar verða sendar út áður en námskeiðið hefst og þátttakendur fá greinargóðar upplýsingar um hvað þarf að koma með. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning