Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Að þátttakendur öðlist þekkingu og hæfni til að lesa í aðstæður og vera meðvitaðir um að sjúkraliðar eru oft björgunarhringur fjölskyldna í veikindum. Einstaklingar sem þjást af flóknum heilbrigðisvanda glíma samhliða oft við kvíða, depurð og dauðahugsanir. Með því að vera meðvitaður um áhrif sjúkdóma getur sjúkraliðinn komið í veg fyrir að geðræn og félagsleg vandamál flytjist á milli kynslóða. Hann getur leiðbeint fjölskyldum hvaða stuðningsúrræði eru í boði með því að  þekkja það helsta sem í boði er.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um það hlutverk sem aðstandendur geta lent í þegar einhver nákominn veikist. Aðstandendur þurfa oft á tíðum ekkert síður en sjúklingurinn á stuðningi og hvatningu að halda, bæði til að styðja við bakið á þeim veika sem og fyrir þá sjálfa. Framkoma og stuðningur heilbrigðisstarfsfólks er því mjög mikilvægur. Sjúkraliðar eru í lykilaðstöðu til sjá hvar skórinn kreppir, veita frumstuðning og hjálpa til við að vísa í önnur úrræði ef með þarf. Með langvinnum sjúkdómum þurfa sífellt fleiri einstaklingar á heimahjúkrun að halda og þurfa sjúkraliðar þá að þekkja fjölbreytt verkfæri til að grípa inn í hin ólíku vandamál sem upp koma.

Verð: 35.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð