Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Streituvaldar geta komið úr ólíkum áttum, einn af þeim streituvöldum sem fólk upplifir í daglegu amstri hvort sem um er að ræða í einkalífi eða í starfi er félagslegur streituvaldur sem felur í sér samskipti við alla þá sem eru í kringum mann, kröfur þeirra um tíma og athygli auk mismunandi hæfni fólks í samskiptum. 

Fjallað verður um hversu flókið samskiptaferlið er, hverjir helstu streituvaldar eru sem orsaka streitu í samskiptum og mikilvægi þess að einstaklingar geri sér grein fyrir eigin ábyrgð í samskiptum og efli sig í nálgun og samskiptafærni. 

Leiðbeinandi:   Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. félags- og vinnusálfræði, framkvæmdastjóri Forvarna og ráðgjafi í sálfélagslegri vinnuvernd hjá Streituskólanum, www.stress.is
Tími:                  14. október
Klukkan:            17:00 – 22:00

Lengd:               6 stundir
Verð:                  16.000

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð