Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

SjósundSjósund hefur verið talsvert vinsælt á síðustu misserum endar er talið að það hafi góð áhrif á líkama og sál. Á námskeiðinu verður byrjað á að fara yfir atriði sem vert er að hafa í huga fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundi. Fjallað veðrur um áhrif sjóssunds á líkamann, hvað ber að varast og hvernig maður ber sig að við sjósundsiðkun. Farið er svo tvisvar í sjósund undir leiðsögn á Ylströndinni í Nauthólsvík.

Tími: 1. október á Grettisgötunni, 3. og 7. október í Nauthólsvík.

Kl. 17.00-18.30 (1.okt) og 17:00-18:00 (3. og 7. okt)

Lengd: 3,5 klst.

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð. og Nauthólsvík, þjónustuhús Ylstrandar.

Leiðbeinandi: Benedikt Hjartarsson sem er reyndasti sjósundmaður Íslendinga, listi yfir sund sem henn hefur þreytt er langur en þar á meðal er yfir Ermasund og Drangeyjarsund. Bendedikt brennur fyrir sjósund og öllu sem því fylgir og hefur farið með hundruði fólks í sjóinn í þeirra fyrstu ferð.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning