Flokkur: Gott að vita. Félagsmenn SFR og St.RV. eingöngu

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að því loknu verður sýnikennsla þar sem gerð verður sápa sem nemendur fá með sér heim.

Dagsetning: 11. mars   

Kl. 18:00-21:00

Lengd: 3 klst

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð

Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson eigandi Sápunnar ehf.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning