Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um öryggi sjúklinga, svo sem atvik, öryggismenningu, örugg samskipti, valdeflingu sjúklinga og teymisvinnu. Sérstaklega verður fjallað um upplýsingagjöf um ástand sjúklinga, SBAR og notkun þess við að efla öryggi. Kennslan er í formi fyrirlestra, umræðna og verklegrar þjálfunar á notkun SBAR við upplýsingagjöf og staðfest samskipti.  

Leiðbeinandi:   Hrund Sch. Thorsteinsson, PhD., deildarstjóri, Menntadeild, Vísinda- og þróunarsviði Landspítala og Laura Sch. Thorsteinsson MSc. Hjúkrunarfræðingur. Teymisstjóri úttekta á sviði eftirlits og gæða Embætti landlæknis og aðjúnkt við Háskóla Íslands
Tími:                  18. og 20. nóvember
Kl:                      17:00 - 21:00
Lengd:               10 stundir
Verð:                  kr. 25.500

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð