Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

SnjallsímiNámskeið fyrir þá sem vilja kynna sér notkunarmöguleika snjalltækja í daglegu lífi.

Snjalltæki (snjallsímar og spjaldtölvur) eru öflugar smátölvur sem má nota í ýmislegt gagnlegt í daglegu lífi. Á námskeiðinu verða möguleikar Facebook kynntir s.s. hópar, viðburðir og skilaboð (messenger). Einnig Google öppin Drive, Docs, Calendar og Maps og margt fleira.

Reiknað er með virkri þátttöku þeirra sem sækja námskeiðið og því þurfa þeir að koma með snjalltæki á námskeiðið.

Tími: 25. nóvember

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð.

Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við grunnskóla Kópavogs, en spjaldtölvur hafa þar verið notaðar með markvissum hætti frá haustinu 2015. Sigurður hefur mikla kennslureynslu úr grunnskóla og hefur meistarapróf í náms- og kennslufræði frá HÍ með áherslu á upplýsingatækni og miðlun. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning