Flokkur: Stök námskeið

Grunnnámskeið í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir væntanlegra notendur/verkstjórnendur með NPA,  aðstoðarmenn og umsýsluaðila . 

Þeir ganga fyrir á námskeiðinu sem eru að gera sína fyrstu samninga á árinu 2019.

Bæði notendur/verkstjórnendur með NPA og þeir sem hyggjast starfa við NPA þurfa að sækja þetta grunnnámskeið. Farið verður yfir tilkomu hugmyndafræðinnar um Sjálfstætt líf, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), skipulag og framkvæmd NPA og starfsumhverfi í NPA. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur búi yfir þekkingu á helstu atriðum NPA og geti annast framkvæmd þessarar þjónustu með árangri. Námskeiðin eru jafnframt mikilvægur þáttur í því að auka/tryggja gæði og samræmi við framkvæmd NPA á landsvísu.

Félagsmálaráðuneytið stendur fyrir námskeiðinu í samræmi við ákvæði reglugerðar 1250/2108, um notendastýrða persónulega aðstoð NPA.

Hvað er kennt á grunnnámskeiði?

  1. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf – verkstjórnandi í eigin lífi.
  2. NPA – frá umsókn til framkvæmdar.
  3. Lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað. Heimilið sem vinnustaður.
  4. Þróun á góðu samstarfi og samvinnu á vinnustað og heimili.

Námskeiðslýsingu er hægt að nálgast á vefsíðu NPA hjá félagsmálaráðuneytinu á slóðinni https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=ca9c3fef-de0f-4ce0-96de-5bc7378b75d2

Hvenær? 

28. og 29. maí og 18. og 19. júní, klukkan 09.00–13.00. Athugið breyttar tímasetningar á seinni tveimur dögunum.

Hvar?

Framvegis, Skeifunni 11b, þriðja hæð.

Framhaldsnámskeið 

Að loknu grunnnámskei þurfa þeir notendur og aðrir lögaðilar sem fengið hafa starfsleyfi og hyggjast sjá um umsýslu að sækja sérstakt framhaldsnámskeið um framkvæmd umsýslu NPA. Notendur sem annast umsýsluna sjálfir þurfa einnig að sækja sérstakt námskeið um ráðningar og mannauðsmál. Þeir aðstoðarmenn sem sinna munu aðstoðarverkstjórn þurfa að sækja sérstakt námskeið um aðstoðarverkstjórn. 

Hvert framhaldsnámskeið tekur fjórar klst. fyrir notendur og ef notendur ætla einnig að annast umsýslu þá bætast við aðrar fjórar klst. og verða þá alls átta.

Fleiri grunn- og framhaldsnámskeið munu vera haldin frá september til nóvember 2019. 

 Umsóknarfrestur er til 20. maí 2019.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning