Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður farið í helstu hlutverk leiðbeinenda sjúkraliða. Kennslufræði verknámsins og fyrirkomulag verður skoðað. Leiðbeinandinn lærir að þekkja og meta framfarir hjá nemanum ásamt því að skilja námsþarfir þeirra.

Markmið námskeiðs er að verðandi leiðbeinendur:

• Verði færari um að leiðbeina sjúkraliðanemum í verknámi 
• Þekki hlutverk leiðbeinenda í verknámi sjúkraliðanema 
• Kynnist meginhugmyndum kennslufræðinnar sem snýr að verknámi 
• Þekki fyrirkomulag sjúkraliðanáms í fjölbrautaskólum 
• Verði hæfari til þess að meta framfarir sjúkraliðanema í verknámi og geti skýrt frá þeim grundvallarviðmiðum sem námsmat í verknámi miðast við 

Leiðbeinandi:

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning