Flokkur: Gott að vita. Félagsmenn SFR og St.RV. eingöngu

Reykjavíkurborg er sviðsmynd næstum allra glæpasagna Arnaldar Indriðasonar. Það er skemmtileg upplifun að fylgja í fótspor sögupersóna hans og fá innsýn í sögu borgarinnar með hjálp þeirra. Gangan hefst við Lögreglustöðina, og endar einhversstaðar í myrkviðum miðborgarinnar. Áherslan er á að hlusta á upplestur á textum sem tengjast staðsetningunum, en einnig verður sagt stuttlega frá bókinni og staðnum, eftir þörfum.

Dagsetning:. 2. apríl

Kl. 19:30-21:00

Lengd: 1,5 klst

Staður: Hópurinn hittist við Lögreglustöðina, Hverfisgötu 113-115, á móti Hlemmi

Leiðbeinandi: Leiðsögukona er Úlfhildur Dagsdóttir. Hún er bókmenntafræðingur og bókaverja og hefur fylgst grannt með skrifum Arnaldar frá upphafi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning