Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Að sjúkraliðar þekki helstu geðraskanir sem hrjá aldraða. Nemendur öðlist þekkingu á helstu meðferðarleiðum og hvað við sem bæði einstaklingar og fagfólk getum gert til að styðja veika aldraða. Eins verður farið yfir hvaða þættir styðja við farsæla öldrun og góða geðheilsu.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um geðheilsu aldraðra og öldrunarsálfræði. Farið verður yfir algengustu raskanir í þessum flokki og farið yfir það sem mest er krefjandi í umönnun fullorðinna. Farið verður yfir praktískar leiðbeiningar sem nýtast í starfi með andlega veikum öldruðum og fjallað um það hvernig starfsfólk getur búið sig undir það álag sem fylgir starfinu.

Verð: 14.500 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð