Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Matur og loftslagMatvælaframleiðsla er einn af stærstu einstöku losnurpóstunum á gróðurhúsalofttegundum.

Skiptir þar miklu máli hvað við veljum að borða, hvaðan það kemur, hvernig við geymum og göngum um matinn og síðast en ekki síst hvort við séum að sóa matnum okkar. 

Á þessu námskeiði förum við yfir kosti þess að auka við grænmetisfæði og tvinna það við hefðbundið mataræði og hverning hægt er að nýta og nota afganga í nýjar krásir. Hvernig best er að geyma matvæli og hvað má frysta og hvernig.

Allir þáttakendur elda nokkra rétti sem við síðan borðum saman í lok námskeið

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eitthvað sem hefur dagað upp í skápum, t.d þurrvöru og við notum það m.a. til að töfra fram nýjan mat.

Eins er fólk hvatt til að taka með sér svuntu, inniskó og dalla til að taka með smakk handa svöngu fólki sem bíður heima.

Dagsetning: Mánudagur 18. nóvember

Kl. 17.30-22.00

Lengd: 4 klst.

Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir er margreyndur matreiðslumeistari og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð grænmetisrétta. Hún er eigandi Culina veitinga, fyrrum eigandi veitingastaðarins "Á næstu grösum".

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Matur og loftslagsbreytingar 18.11.2019 Mánudagur 17:30-22:00 Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Skráning