Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir forboðaeinkenni á bráðum veikindum. Eins verður farið vel yfir kerfisbundna nálgun og skoðun á grunnþáttum í mati á líkamlegu ástandi sjúklinga, s.s. hvað eru lífsmörk sjúklinga að segja okkur? Einnig verður fjallað um mælitæki til að meta ástand sjúklinga. Þá verður tæpt á þáttum í upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga milli heilbrigðisstarfsfólks. Í lok námskeiðsins verður farið í gegnum tilfellagreiningar og efni námskeiðsins sett í klínískt samhengi.

Leiðbeinandi:   Þorsteinn Jónsson, aðjúnkt í bráða- og gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku/gjörgæsludeild LSH.
Verð:                    kr. 16.000

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Mat og eftirlit: Heildstæð skoðun á líkamlegu ástandi sjúklinga 22.10.2019 22. október 17:00-22:00 Framvegis Skráning