Flokkur: Stök námskeið

Framvegis býður nú upp á námskeið sem byggt er á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Námskeiðið var m.a. þróað í samvinnu við sálfræðinga á Reykjalundi og er stuðst við HAM handbók Reykjalundar á námskeiðinu.

Tilgangur námskeiðsins er að auka færni fólks til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.

Námskeiðið hefst 26. mars og lýkur 14. maí. 
Kennt verður í 8 vikur, einu sinni í viku, þriðjudaga frá kl. 17 til 19.

Um hugræna atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð er hentug fyrir einstaklinga sem finna fyrir kvíða, depurð, streitu eða annarskonar vanlíðan og vilja læra leiðir til að bæta líðan sína.

Hvað lærir maður?

Þátttakendur á námskeiðinu læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir HAM sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem stjórna líðan okkar og finna leiðir til að brjóta upp vítahring vanlíðunar. 

Leiðbeinandi

Lilja Sif Thorsteinsdóttir útskrifaðist sem sálfræðingur úr Cand.Psych námi frá HÍ árið 2011. Hún hefur verið viðloðandi Reykjalund frá útskrift en fyrstu árin starfaði hún þar og tekur reglulega að sér afleysingar þar innanhúss. Lilja gegndi þar að auki stöðu sálfræðings fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, í rúmlega ár. Árið 2015 flutti Lilja til Noregs þar sem hún starfaði sem sálfræðingur á afeitrunar- og endurhæfingarstöð fyrir fólk með vímuvanda og starfar nú á Hæfi endurhæfingastöð. Í grunninn starfar Lilja eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en beitir einnig núvitund, EMDR og klínískri dáleiðslu þegar það er viðeigandi.

Verð
64.500
Staðsetning kennslu
Kennsla fer fram hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 3. hæð. 
 
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning