Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Á þessu létta viðgerðarnámskeiði verður aðal áherslan á viðhald reiðhjólsins og helstu viðgerðir.

Þátttakendur koma með eigið reiðhjól og fá leiðsögn í að stilla það eins og hentar hverjum og einum best, gera við sprungið dekk, skipta um bremsupúða og stilla gíra.

Dagsetning: 7. maí

Kl. 17.00-21.00

Lengd: 4 klst.

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð

Leiðbeinandi: Árni Davíðsson. Hann hefur kennt hjólafærni um árabil, haldið fyrirlestra um samgönguhjólreiðar og starfað sem Dr. Bæk.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning