Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Góð þekking á almennum ráðleggingum um næringu með áherslu á næringu krabbameinssjúklinga. Þekkja leiðir til að bæta næringarástand og vera meðvitaður um að góð næring getur bætt lífsgæðin.

Lýsing: Á námskeiðinu verður farið yfir almennar ráðleggingar um mataræði með áherslu á krabbameinssjúklinga og forvarnir með mataræði. Skoðað hvað felst í næringarmeðferð, hvað getur haft áhrif á næringarástand og mat á næringarástandi. Farið yfir leiðir til að bregðast við næringarvanda og þannig minnka líkur á vannæringu.

Verð: 24.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð