Flokkur: Gott að vita. Félagsmenn SFR og St.RV. eingöngu

Draugagangan er gönguferð um miðbæ Reykjavíkur, þar er fjallað um ýmislegt sem tengist sögu bæjarins og vissulega koma draugar við sögu. Gangan endar í Hólavallagarði (Gamla garði) við Suðurgötu. Áhersla er á að gangan verði fyrst og fremst skemmtileg og fræðandi. Ekki verður gerð nein tilraun til að færa sönnur á tilvist drauga.

Dagsetning:. 29. apríl

Kl. 17:30-19:30

Lengd: 2 klst

Staður: Mæting í Fischersundi niðri í bæ. Rétt hjá horni Aðalstrætis og Vesturgötu.

Leiðbeinandi: Óli Kári Ólason, sagnfræðingur og kennir sögu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur aldrei séð draug.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning