Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Draugagangan er gönguferð um miðbæ Reykjavíkur, þar er fjallað um ýmislegt sem tengist sögu bæjarins og vissulega koma draugar við sögu. Gangan endar í Hólavallagarði (Gamla garði) við Suðurgötu. Áhersla er á að gangan verði fyrst og fremst skemmtileg og fræðandi. Ekki verður gerð nein tilraun til að færa sönnur á tilvist drauga.

Dagsetning:. 29. apríl

Kl. 17:30-19:30

Lengd: 2 klst

Staður: Mæting í Fischersundi niðri í bæ. Rétt hjá horni Aðalstrætis og Vesturgötu.

Leiðbeinandi: Óli Kári Ólason, sagnfræðingur og kennir sögu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur aldrei séð draug.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning