Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað um sjúklingahópinn á víðum grundvelli. Hverjir eru það sem mjaðmabrotna, hverjar eru helstu ástæður mjaðmabrota og hvort er hægt að fyrirbyggja mjaðmabrot? Hverjar eru horfur og afdrif eftir mjaðmabrot?
Farið verður ýtarlega yfir hjúkrun sjúklinga eftir mjaðmabot á heildrænan hátt, fyrirbyggingu og meðferð alvarlegra fylgikvilla og eftirlit eftir aðgerð.
Endurhæfing og þjálfun í kjölfar aðgerðar er mikilvægur þáttur í meðferð og farið verður yfir helstu þætti í endurhæfingu.
Mjaðmabrot hafa oft mikil áhrif á fjölskyldu og umönnunaraðila þess sem brotnar og á námskeiðinu verður farið yfir mikilvægi fræðslu til aðstandenda og fjölskylduhjúkrun.

Leiðbeinandi:   Kolbrún Kristiansen sérfræðingur í hjúkrun.
Tími:                  4. og 5. nóvember
Kl:                      17:00 - 21:00
Lengd:               10 stundir
Verð:                  kr. 25.500

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð