Um árabil hefur Framvegis átt gott samstarf við Sjúkraliðafélag Íslands um símenntun og endurmenntun sjúkraliða.
Námskeið sjúkraliða hafa verið einn meginstofninn í námskeiðahaldi Framvegis.

Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs með uppbyggingu nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin.  Öll sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en mörg þeirra eru einnig fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum á landsbyggðinni að sækja símenntun.